Metađsókn á grannaslaginn en ekkert stig

  • Fréttir
  • 18. maí 2010

Met aðsókn var á Grindavíkurvelli í gær þegar Grindavík tapaði fyrir grönnum sínum í Keflavík 0-1. Rétt tæplega 1700 manns mættu á leikinn og urðu vitni að hörku slag þar sem Keflavík tryggði sér sigurinn 10 mínútum fyrir leikslok, Jóhann B. Guðmundsson var hetja liðsins.

Frábær stemmning var á Grindavíkurvelli og gaman að sjá hversu vel var mætt. Grindavík lék án Auðuns Helgasonar og Gilles Mband Ondo sem voru í leikbanni.

,,Þetta er vissulega svekkjandi en við getum bara sjálfum okkur um kennt. Við áttum að vera komnir yfir og búnir að klára þetta," sagði Orri Freyr Hjaltalín fyrirliði Grindavíkur eftir leikinn við fótbolta.net.

,,Við vorum ákveðnir í að halda 0-0 í hálfleik og spiluðum aftarlega og þétt og það tókst. Svo færðum við okkur framar og framar eftir því sem leið á leikinn og vorum að skapa okkur eitthvað af færum. ,Það átti að múra fyrir markið en við hleyptum bakvörðunum aðeins hærra upp á völlinn í seinni hálfleik. En við vorum með fimm manna línu."

Næsti leikur Grindavíkur er gegn Fram á Laugardalsvelli næsta fimmtudag.

Hér má sjá myndir frá leiknum á heimasíðu Þorsteins Gunnars hjá Salty Tour.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir