Grindavíkurbćr kaupir landspildu og jarđhitaréttindi í Svartsengi af HS Orku hf.

 • Fréttir
 • 17. maí 2010
Grindavíkurbćr kaupir landspildu og jarđhitaréttindi í Svartsengi af HS Orku hf.

Grindavíkurbær hefur keypt 63 ha landspildu og jarðhitaréttindi í Svartsengi af HS Orku hf. fyrir 447 milljónir króna og jafnframt gert hagnýtingarsamning um náttúruauðlindir á svæðinu við fyrirtækið sem í staðinn greiðir auðlindagjald til bæjarins.

Í júlí 2009 keypti Reykjanesbær landspildu í Svartsengi af HS Orku hf. auk þess að skrifa undir lóðarleigu- og hagnýtingarsamning um náttúruauðlindir á svæðinu. Eftir þríhliða viðræður HS Orku, Reykjanesbæjar og Grindavíkurbæjar ganga þessir samningar til baka og þess í stað er það Grindavíkurbær sem er kaupandi.

Eftir breytingar á lögum á auðlinda- og orkusviði þann 1. júlí 2009 sl. féllu flestar jarðeignir og fasteignir Hitaveitu Suðurnesja hf. í hlut HS Orku hf. en veitukerfi og fasteignir þeim tengdum í hlut HS Veitna hf. Með hliðsjón af því grundvallarsjónarmiði laganna að sem mest af jarðbundnum auðlindum verði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga, hafa HS Orka hf. og Grindavíkurbær náð samkomulagi um að sveitarfélagið kaupi landspildurnar í Svartsengi af HS Orku hf. Jafnframt var gerður hagnýtasamningur um náttúruauðlindir þar sem Grindavíkurbær framselur allan rétt til HS Orku til þess að nýta eða sækja um rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi að jarðhita og grunnvatni til næstu 65 ára en HS Orka hf. greiðir auðlindagjald fyrir.

Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Bæjarstjórnar Grindavíkur.

Mynd
Frá vinstri: Jón Þórisson fjármálastjóri Grindavíkurbæjar, Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Júlíus Jónsson forstjóri HS Orku og Ásbjörn Blöndal forstöðumaður þróunarsviðs HS Orku.

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

 • Fréttir
 • 16. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

 • Fréttir
 • 15. maí 2018

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018