Jens Norđurlandameistari međ U16

  • Fréttir
  • 16. maí 2010

U16 ára landslið Íslands í körfubolta varð Norðurlandameistari í körfubolta í dag eftir öruggan sigur á Svíþjóð í úrslitaleik 78-64. Einn Grindvíkingur var í liði Íslands, Jens Valgeir Óskarsson. Hann lék í rúmar fjórar mínútur í úrslitaleiknum og skoraði 2 stig. Sannarlega glæsilegur árangur hjá strákunum.

Martin Hermannsson var valinn besti leikmaður mótsins. Alls lék Ísland fjóra leiki á mótinu og vann þá alla. Jens skoraði samtals 4 stig í mótinu. Hörð samkeppni er um sæti í liðinu en engu að síður glæsilegt hjá Jens Óskari að vera hluti af þessari frábæru liðsheild.

Sjá nánar um úrslitaleikinn á http://karfan.is/frettir/2010/05/16/varnarmur_islands_lykillinn_ad_titlinum!

Grindavík átti fleiri fulltrúa á mótinu en Alexandra Hauksdóttir og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir léku með U16 kvennalandsliðinu. Þessu liði gekk ekki eins vel, tapaði sínum fjórum leikjum gegn Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð en þeim flestum með litlum mun. Þykir þetta með betri landsliðum í þessum aldursflokki sem Ísland hefur sent. Alexandra skoraði 2 stig á mótinu en Ingibjörg Yrsa var ekki á meðal stigaskorara samkvæmt opinberri tölfræðisíðu mótsins.

Svona ferðir og þátttaka með landsliðunum er gott innlegg í reynslubankann hjá þessum krökkum, þarna er sannarlega körfuboltafólk framtíðarinnar á ferð.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir