Undirbúningsfundur fyrir Sjóarann síkáta

  • Fréttir
  • 5. maí 2010

Í dag var fundað um Sjóarann síkáta með ýmsum þeim aðilum sem koma að framkvæmd hátíðarinnar. Á fundinum voru m.a. fulltrúar frá lögreglu, Björgunarsveitinni Þorbirni, Þórkötlu, þjónustumiðstöð bæjarins, tjaldsvæðinu, Saltfisksetrinu, Sjómanna- og vélstjórafélaginu og ýmsum fleirum.

Undirbúningur fyrir hátíðina gengur vel en aðalhátíðarsvæðið verður í Hafnargötunni og við Saltfisksetrið líkt og undanfarin ár. Á fundinum var m.a. rætt um skipulagningu göngunnar á föstudagskvöldinu sem að þessu sinni verður kl. 20. Einnig var rætt um staðsetningu klósettgáma, sölubása, athvarf unglinga, tjaldsvæðið, upplýsingakort af hátíðarsvæðinu og ýmislegt fleira.

Farið var yfir drög að dagskránni sem nú er í vinnslu og er ljóst að hún verður glæsileg.

Athygli er vakin á því að frestur til að skrá sig á hátíðina með skemmtiatriði, sýningar og uppákomur rennur út 10. maí nk. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á sjoarinn@sikati.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!