Rauđa hverfiđ fyrst til ađ skipa liđsstjóra

  • Fréttir
  • 30. apríl 2010

Undirbúningur fyrir Sjóarann síkáta stendur nú yfir af fullum krafti. Í fyrra var bænum skipt upp í fjögur litahverfi til að virkja betur þátttöku bæjarbúa og tókst það frábærlega vel. Nú ætlunin að byggja ofan á þetta og fá hverfin enn betur að undirbúningnum og því hafa hverfin verið beðin um að skipa sinn liðsstjóra. Rauða hverfið var fyrst til þess en Fríða Egilsdóttir leikskólakennari hefur verið útnefnd liðsstjóri.

Hlutverk liðsstjóra er að vera tengiliður hverfisins við þá sem skipuleggja Sjóarann síkáta og koma að skipulagningu og ýmsu fleiru.

Vinsamlegast látið vita í síðasta lagi 4. maí nk. um hver liðsstjórinn er í hinum liðunum. Sendið tölvupóst á sjoarinnsikati@grindavik.is

Fundur: Liðsstjórar litahverfanna (appelsínugula, bláa, græna og rauða) eru boðaðir á fund föstudaginn 7. maí kl. 13 á bæjarskrifstofunum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir