7. S vann stórskemmtilega spurningakeppni miđstigsins

  • Fréttir
  • 25. apríl 2010

Einhver skemmtilegasta nýjungin í skólastarfi grunnskólans í vetur er spurningakeppni miðstigins. Keppnin er að danskri fyrirmynd og er markmiðið að örva nemendur til þess að lesa meira því eingöngu er spurt úr bókum. Þessi tilraun tókst afar vel og þegar ákveðið að gera spurningakeppni úr bókum að árvissum þætti í starfi miðstigsins en hafa keppnina á haustönninni og láta nemendur vita um það hvaða höfundar verða í pottinum, áður en þeir fara í sumarfrí. Eftir því sem næst verður komist er grunnskólinn í Grindavík sá fyrsti á landinu sem hefur tekið þetta fyrirkomulag upp.

Undanfarnar vikur hafa nemendur á miðstigi (5. til 7. bekkur) keppt í spurningakeppninni og spennan verið mikil. Síðasta föstudag var svo komið að úrslitaviðureigninni. Mikil spenna var í loftinu og áhorfendur skiptust í tvo hópa og héldu stíft með sínu liði. Liðin sem leiddu saman hesta sínu voru 7. S og 5. P.

Í liði 7. S voru Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Margrét Rut Reynisdóttir og Valgerður María Þorsteinsdóttir en í liði 5.P voru Haukur Arnórsson, Inga Bjarney Óladóttir og Nökkvi Már Nökkvason.

7. S stóð uppi sem sigurvegari að lokum með 30 stigum gegn 13 eftir stórskemmtilega keppni og var ótrúlegt að sjá hversu nemendurnir voru að sér í hinum ýmsum bókmenntun og um höfunda. 7. S. fékk bókina Örlög guðanna í viðurkenningarskyni. Auk þess verður nafn bekkjarins skráð á skjöld sem geymdur verður í stofunni hjá sigurliðinu í eitt ár.

Stella aðstoðarskólastjóri með sigurliðinu, 7. S: Kristín Ragnheiður, Valgerður María og Margrét Rut.

Keppendur 5. P: Nökkvi Már, Haukur og Inga Bjarney.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál