Lokahóf körfuboltans - Páll Axel og Helga best

  • Fréttir
  • 25. apríl 2010

Lokahóf körfuknattleiksdeildarinnar var haldið með pompi og pragt í Salthúsinu í gærkvöldi. Að sögn Magnúsar Andra Hjaltasonar formanns körfuknattleiksdeildar tókst það í alla staði frábærlega vel en mesta spennan var þegar tilkynnt var hver yrði næsti þjálfari karlaliðsins. Páll Axel Vilbergsson og Helga Hallgrímsdóttir voru valdir bestu leikmennirnir.

Jóhann Ólafsson þjálfari kvennaliðsins var staddur í útlöndum og tók Þorleifur bróðir hans að sér að afhenda verðlaunin. Helga Hallgrímsdóttir var valin besti leikmaður kvennaliðsins, Sandra Grétarsdóttir var valin efnilegust og Petrúnella Skúladóttir var valin best í úrslitakeppninni.

Friðrik Ragnarsson, þjálfari karlaliðsins, tók síðan við og veitti strákunum viðurkenningar. Páll Axel Vilbergsson var valinn besti leikmaðurinn, Þorleifur Ólafsson besti varnarmaðurinn og Ólafur Ólafsson sá efnilegasti.

Tilkynnt var að Helgi Jónas Guðfinnsson verði næsti þjálfari karlaliðsins næstu þrjú árin og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar það var tilkynnt.

Síðan tók við sönglagakeppnin heimsfræga. Fulltrúar stjórnar, kvennaráðs og meistaraflokkanna voru með flott söngatriði. Að lokum bar fulltrúi stjórnar, Jón Gauti Dagbjartsson veislustjóri, sigur af hólmi. Þegar hann söng sigurlagið aftur setti dómnefndin sem skilyrði að hann fengi nýjar bakraddir (Sibbi bróðir settur út) og þar kom kvennaráðið flott inn.

Maturinn hjá Láka á Salthúsinu var fyrsta flokks að vanda. Síðan spiluðu Geimfararnir langt fram á nótt eins og þeim einum er lagið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!