Grindvíkingur vikunnar - Kristín Guđmundsdóttir Hammer

  • Fréttir
  • 23. apríl 2010

Kristín Guðmundsdóttir Hammer kennari á Króki, sem mun útskrifast í vor sem leikskólakennari, gaf leikskólanum bókina Afi Öddi og sögugersemarnar, sem hún skrifaði um fimm þjóðsögur úr Grindavík eins og greint var frá á heimasíðunni fyrr í vikunni. Kristín svaraði nokkrum spurningum sem Grindvíkingur vikunnar.

Nafn? Kristín Guðmundsdóttir Hammer.
Fjölskylduhagir? Bý með Sigurði Þór Birgissyni og eigum við doperman hundinn Lúkas.
Starf? Er fagstjóri í hreyfingu á heilsuleikskólanum Króki.
Uppáhalds-
...maturinn?
Úff... það er svo margt sem er gott að borða, en ætli það sé ekki bara kalkúnn að hætti mömmu.
...drykkurinn? Mér finnst Pepsi Max mjög gott.
...staðurinn? Auðvitað Fáskrúðsfjörður.
...leikarinn? Johnny Depp.
...lagið? Get ekki valið, það eru til svo mörg góð lög.
...söngvarinn/hljómsveitin? Það má segja það sama hér, en finnst t.d. Sigurrós og Band of Horses mjög góðar hljómsveitir.
...fuglinn? Fínkur.
...liturinn? Appelsínugulur og grænn.
...bókin? Hvernig spyrðu; Afi Öddi og sögugersemarnar.
...bíómyndin? Á ekki neina sérstaka uppáhalds bíómynd, en ég sá Avatar um daginn og mér fannst hún æðisleg.
...íþróttamaðurinn? Siggi Birgis, vanmetinn golfari.
...liðið? Leiknir Fáskrúðsfirði og auðvitað UMFG.
Hvert er þitt lífs mottó? Maður uppsker eins og maður sáir.
Hvað er best við Grindavík? Gott fólk og gott að búa.
Hvers vegna gefur þú út bókina Afi Öddi og sögugersemarnar? Ég hef nú ekki gefið hana út ennþá, en þetta er lokaverkefnið mitt til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræðum. Mig langaði að skrifa barnabók í stað þess að skrifa ritgerð og fannst spennandi að skrifa um þjóðsögur og tengja þær við grenndarkennslu.
Er hún komin út á prenti (hvar er hægt að nálgast hana)? Ég á sjálf nokkur eintök heima, er ekki búin að ákveða hvernig ég hef söluna á henni.
Ert þú sem rithöfundur með fleiri hugmyndir um útgáfu? Maður veit aldrei, mér finns þjóðsögur mjög skemmtilegar og það mætti kynna þær meira fyrir börnum. Þannig að ef ég geri eitthvað þá hugsa ég að ég muni vinna áfram með þær.
Þú útskrifast sem leikskólakennari í vor. Hvernig stendur á því að þið eruð þrjár systurnar sem hafið menntað ykkur sem leikskólakennarar? Þetta er eins og með beljurnar. ef ein mýgur þá mýga þær allar!
Nei, við prófuðum bara allar að vinna í leikskóla og fannst það skemmtilegt svo það var tilvalið að mennta sig í því.
Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er mjög mikil föndurkerling og finnst sérstaklega gaman að þæfa, en það má segja að mér finnist allt skemmtilegt sem ég get unnið í höndunum.
Eitthvað að lokum? Nei ég held að þetta sé gott í bili.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir