Grindavíkurliđin í eldlínunni í dag í Reykjaneshöllinni

  • Fréttir
  • 22. apríl 2010

Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur verða í eldlínunni í deildarbikarnum í dag en bæði liðin keppa í Reykjaneshöllinni. Karlaliðið mætir Breiðablik kl. 19 í átta liða úrslitum deildarbikarsins en þetta er annað árið í röð sem Grindavík kemst þangað.

Nokkir meiðsli eru í herbúðum liðsins. Jósef Kr. Jósefsson, Orri Freyr Hjaltalín fyrirliði og Markó Valdimar Stefánsson eru meiddir og þá er Louic Ondo að keppa með U21 árs liði Gabon. En maður kemur í manns stað og yngri leikmenn fá tækifæri í staðinn. Verður fróðlegt að sjá Grindavík takast á við bikarmeistara Breiðabliks sem hafa styrkt sem verulega fyrir átökin í sumar.

Kvennalið Grindavík mætir grönnum sínum í Keflavík kl. 16 í riðlakeppni deildarbikarsins. Grindavík hefur unnið einn leik en tapað tveimur en Keflavík tapað öllum sínum þremur leikjum. Einnig eru nokkur meiðsli í herbúðum kvennaliðsins.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að styðja við bakið á Grindavíkurliðunum í dag.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál