Litskrúđug og skemmtileg Ávaxtakarfa

  • Fréttir
  • 21. apríl 2010

Fyrsta árshátíð Hópsskóla var haldin með pompi og pragt í dag. Nemendur í 1. og 2. bekk ásamt kennurum sínum settu á svið söngleikinn Ávaxtakörfuna sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Samkomusalur Hópsskóla var þétt setinn af systkinum, foreldrum, ömmum og öfum sem klöppuðu nemundunum lof í lófa fyrir góða frammistöðu.

Samkomusalur Hópsskóla er ákaflega hentugur fyrir uppákomur af þessu tagi. Nemendurnir höfðu greinilega lagt mikla vinnu í búninga og ýmislegt skraut sem gerði Ávaxtakörfuna afar litaglaða og skemmtilega.

Eftir sýningu Ávaxtakörfunnar var boðið upp á sannkallað veisluborð þannig að allir fór saddir og sælir heim.

Fleiri myndir á myndasíðu. Þá verður sett inn myndband frá árshátíðinni á morgun.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir