Grindvíkingar útskrifast sem vélfrćđingar

  • Fréttir
  • 16. apríl 2010

Nú í vor útskrifast Grindvíkingarnir Sigurjón Veigar Þórðarson og Sævar Hjalti Óskarsson með 4. stig vélstjórnarmenntunar frá Véltækniskóla Íslands. Námið tekur 5 ár og gefur starfsheitið Vélfræðingur að loknu sveinsprófi í löggiltri iðngrein. Námið er krefjandi 208 eininga nám sem gefur réttindi til vélstjórnar á skipum með ótakmarkaða vélarstærð að loknu sveinsprófi.

Einnig er námið viðurkennt sem stúdentspróf. Til að fá próftökurétt í sveinsprófi þarf að ljúka námssamningi í vélsmiðju.

Sigurjón Veigar segist stefna að því að ljúka sveinsprófi næsta sumar og öðlast þar með nafnbótina vélfræðingur.

,,Ég hef unnið með skólanum í vélsmiðju Togga ehf í Vogum og safnað smiðjutíma þar. Í sumar mun ég starfa sem vélstjóri á Hval 8 á minni annari vertíð í því starfi. Einnig er ég á fullu að undirbúa M/B Sigga Þórðar GK-197 sem ég á með föður mínum Þórði M Sigurðssyni eða Dodda í Valhöll eins og hann er kallaður. Hugmyndin er að sigla með farþega á hvalaslóðir eða sjóstöng í sumar og koma Grindavík á kortið sem ævintýrabæ fyrir ferðamenn," segir Sigurjón Veigar.

Sævar Hjalti ætla að vinna í Vélsmiðju Egils í Garðabæ og taka smiðjutímann þar. Síðan er stefnan tekin á sveinspróf.

,,Eftir að sveinsprófi er lokið eru manni allar dyr opnar. Vélstjórnarmenntun er gríðarlega víðtækt nám og gefur manni möguleika á að velja sér starfsvettvang á mörgum sviðum. S,S Vélstjórn á skipum af öllum stærðum og gerðum. Vinna í landi í verksmiðjum, álverum, Orkuverum, Virkjunum, eða bara hvar sem er. Alls staðar er möguleiki á að fá vinnu með okkar menntun enda námið viðurkennt skv alþjóðastöðlum STCW og veitir okkur réttindi til að starfa hvar sem er í heiminum," segir Sævar Hjalti.

Mynd: Íris Mjöll Ólafsdóttir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!