Sportsigling - Nýtt ferđaţjónustufyrirtćki í Grindavík

  • Fréttir
  • 15. apríl 2010

Sportsigling er nýtt fjölskyldufyrirtæki staðsett í Grindavík. Markmið fyrirtækisins er að veita ferðaþjónustu í hæsta gæðaflokki á sviði sjóstangveiði, hvalaskoðunar, náttúruskoðunar, fuglaskoðunar, ævintýra og óvissuferða. Að fyrirtækinu standa feðgarnir Þórður Matthías Sigurðsson og Sigurjón Veigar Þórðarson, þrautvanir sjómenn sem leggja allt kapp á að upplifun farþega sé ljómuð ævintýrablæ og varðveitist í huga hans um ókomin ár. Að sögn Sigurjóns eru pantanir í ferðir byrjaðar að streyma inn og verður farið í fyrstu ferðina 15. maí.

  

Sigurjón Veigar er menntaður skipstjóri og vélstjóri og er núna að ljúka 4. stigi í vélstjórn. Þórður Matthías hefur verið sjómaður í yfir 30 ár sem skipstjóri og stýrimaður á ýmsum skipum.

Farkostur Sportsiglingar er Siggi Þórðar GK 197, 26 tonna eigabátur smíðaður á Akureyri 1975. Skipinu hefur verið breytt úr fiskiskipi í farþegaskip og engu hefur verið til sparað til að öryggi og upplifun farþega verði eins og best á kosið. Skipið er hefðbundið fiskiskip eins og voru algeng hér á árum áður. Eikarskipin hafa mörg hver fengið nýtt líf í hlutverki farskjóta ferðamanna á slóðir hvala, fugla og fiskislóðir og er Siggi Þórðar GK-197 þar engin undantekning. Siggi Þórðar hét fyrst Fanney ÞH 130, síðan Pétur Jakob SH 37, þá Skrúður og Skrúður RE 445, og nú síðast Siggi Þórðar GK 197. Frá árinu 1975 hefur Siggi Þórðar borið að landi þúsundir tonna af fiski og er það okkar feðganna að á aflasæld þessarar happafleytu verði ekkert lát þegar farþegar renna fyrir fisk.

Merki fyrirtækisins er grindvískt, með Þorbjarnarfell í baksýn en það hannaði Sigurjón Veigar sjálfur. Fyrirtækið hefur opnað heimasíðuna www.sportsigling.is  en þar er hægt að bóka ferð, sjá verðlista og allar nauðsynlegar upplýsingar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál