Opin málefnafundur Framsóknar um skólamál

  • Fréttir
  • 15. apríl 2010

Framsóknarfélag Grindavíkur stendur fyrir opnum málefnafundi í dag, 15.apríl, um skólamál. Fundurinn hefst kl. 20:30 í Arnarborginni, húsnæði Framsóknarflokksins. Markmið fundarins er að ræða opinskátt um skólamál, þ.e. hvað vel er gert og hvað þarf að bæta. Þetta er tækifæri Grindvíkinga til að hafa áhrif á stefnuskrá Framsóknarflokksins og ræða við frambjóðendur.

Það er von okkar að Grindvíkingar fjölmenni á fundinn og að góðar umræður skapist um hvernig hægt er að gera góðan bæ betri.

Framsóknarfélag Grindavíkur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir