Grindavík úr leik

  • Fréttir
  • 30. mars 2010

Stórleikur Páls Axel Vilbergssonar gegn Snæfelli dugði ekki í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfu í Hólminum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 110-93 fyrir heimamenn.
Páll Axel skoraði 28 stig og Grindvíkingar voru inni í leiknum fram í upphaf síðari hálfleiks. Eitt stig skildi liðin í hálfleik. Slakur leikur í þriðja leikhluta varð Grindavík að falli sem nú er komið nokkuð snemma í sumarfrí.

Auk Páls var Darrell Flake með 24 stig og Brenton Birmingham með 12 stig.
Besti leikmaður Grindvíkinga í gær, Páll Axel, tjáði sig við blaðamann, Vísis eftir leikinn í gær og var ekki sáttur.
„Tímabilið í heild sinni er vonbrigði á vonbrigði ofan. Við fengum ekkert af því út úr þessu tímabili sem við ætluðum okkur. Það er alltaf lagt upp með væntingar í Grindavík. Við viljum alltaf vinna. Menn vonuðust eftir meira í ár enda með gríðarlega sterkan mannskap. Það var ekki of mikil pressa á liðinu en við setjum mikla pressu á okkur sjálfa. Við hlustum ekki á utanaðkomandi,"

Það er því ljóst að Grindavík er úr leik í Iceland Express-deild karla og þetta lið sem var spáð afar góðu gengi stóð alls ekki undir væntingum.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!