Elín Hjaltadóttir bar sigur úr býtum í saltfiskuppskriftarkeppninni

  • Fréttir
  • 29. mars 2010

Saltfisksetrið í Grindavík og félagið Matur-saga-menning stóðu fyrir saltfiskuppskriftarkeppni.
Laufey Steingrímsdóttir, næringafræðingur, Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistari, og Friðrik. V. Karlsson, matreiðslumeistari völdu fimm vinningsuppskriftir.

1. sæti: kr. 30.000
Saltfiskur Íslands / Elín Hjaltadóttir

2. sæti: kr. 20.000
Saltfiskur og rabbabaraplattar / Jóhanna María Kristinsdóttir

3. sæti: kr. 10.000
Saltfiskréttur húsbóndans / Fríða Rögnvaldsdóttir

4. og 5. sæti kr. 5.000 hvor
Saltfiskbaka/Halla Einarsdóttir og Saltfiskhnakkar /Teitur Jóhannesson

Vinningar verða afhentir í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a Grindavík, á annan í páskum 4. apríl kl. 17.

Vinningsuppskriftir má nálgast hér en þær verður einnig hægt að nálgast á eftirtöldum vefsíðum: www.saltfisksetur.is  www.matarsetur.is  www.sjfmenningarmidlun.is  og www.freisting.is

Vinningshöfum er óskað til hamingju og öllum sem sendu inn uppskriftir og komu að keppninni er þökkuð þátttakan.

Á myndinni er dómnefnd að störfum. F.v.: Laufey, Sigurvin og Friðrik.
(Mynd: Sigrún J. Franklín).


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!