Gönguhátíđ í Grindavíkurlandi um páskana

  • Fréttir
  • 25. mars 2010

Um páskahátíðina verður gönguhátíð í Grindavíkurlandi. Hátíðin er liður í Viðburða- og menningardagskrá Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins.  Undanfarin ár hafa Grindavíkurbær og Bláa Lónið boðið upp á fjölskyldugöngu á annan í páskum en nú verður bætt við tveimur göngum, á skírdag og á laugardeginum fyrir páskadag. Gengið verður með leiðsögn og er þetta fín leið fyrir Grindvíkinga, göngu- og útivistarfólk að upplifa náttúru Grindavíkur. Göngurnar sem í boði verða eru:

Prestastígur, skírdagur, 1. apríl:
Mæting kl. 11:00 við Húsatóftir (golfvöll Grindvíkinga). Gengið verður með leiðsögn um Prestastíg, gömlu þjóðleiðina milli Grindavíkur og Hafna. Gangan endar við fiskeldið í Hundadal í Höfnum, um 5 - 6 tíma leið 16 km. Rútuferð til baka. Þátttökugjald kr. 2.500. Boðið er upp á tvo fyrir einn í lónið.

Skipsstígur, laugardagur, 3. apríl:
Mæting kl. 11:00 á Bláalónsvegi við suðvesturhorn á Þorbirni (fjallinu). Gengið verður með leiðsögn um Skipsstíg, gömlu þjóðleiðina milli Grindavíkur og Njarðvíkur. Gangan endar við gamla Pattersonflugvöllinn, um 5 - 6 tíma leið 16 km. Rútuferð til baka. Þátttökugjald kr. 2.500. Boðið er upp á tvo fyrir einn í lónið.

Bláalónshringur, annar í páskum:
Mæting kl. 13.00 við bílastæði Bláa lónsins. Boðið verður upp á gönguferð fyrir alla fjölskylduna með leiðsögn og skemmtun í stórbrotnu umhverfi Bláa lónsins. Áætlað er að gangan taki um 2-3 klukkustundir. Gangan er í boði Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar. Enginn þátttökukostnaður er í gönguna. Boðið er upp á tvo fyrir einn í lónið.

Leiðsögumenn í ferðum verða Sigrún Jónsd. Franklín og Ómar Smári Ármannsson. Gengið er í hrauni. Góður skófatnaður er æskilegur. Gott er að taka með sér nesti. Allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð.

Styrktar- og umsjónaraðilar: Grindavíkurbær, Saltfisksetrið, Bláa Lónið, Ferðamálasamtök Suðurnesja, FERLIR. og sjf menningarmiðlun.

Upplýsingar um veitingar og þjónustu eru á www.grindavik.is og www.bluelagoon.is

Nánari upplýsingar um ferðir eða breytingar á ferðum eru á www.sjfmenningarmidlun.is eða í gsm 6918828 Sigrún Jónsd. Franklín, sjf@internet.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir