Prjónađ um allan bć

  • Fréttir
  • 25. mars 2010

Við setningu menningarviku hófst heimsmettilraun við að prjóna lengsta trefil í heimi en Dorrit Moussaieff forsetafrú tók fyrstu lykkjurnar. Áætlað er að prjóna 58 km á einu ári en það er nokkuð ljóst að þá verður að prjóna rösklega næstu mánuðina. Óhætt er að segja að prjónafár hafi gripið um sig í bænum því á mörgum kaffistöðum má sjá bæði vant og óvant prjónafólk grípa í prjónana og taka þátt í verkefninu.

Til þess að metið verði slegið þarf að prjóna rétt tæpa 160 metra á dag. Hver Grindvíkingar þarf að prjóna 20 metra að meðaltali á árinu eða rúma 5 sm á dag. Því er um að gera að taka prjónana með sér í sumarfríið og standa saman í verkefninu allt árið um kring.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir