Laugardagur: Lokadagur menningarveislunnar

  • Fréttir
  • 20. mars 2010

Þá er komið að lokadegi menningarvikunnar 2010. Í dag, laugardag, verður boðið upp á skemmtilega þjóðháttakynningu í Saltfisksetrinu, flotta sýningu fyrir yngri kynslóðina um Pínu pokastelpu og svo forvitnilega tónleika með Delizie Italiane. Þá eru síðustu forvöð að skila inn saltfiskuppskrift. Dagskráin í dag er eftirfarandi:

Kl. 14:00 - Saltfisksetrið. Þjóðháttakynning.
Æðarbúskapur og refaveiðar, Valdimar Gíslason, æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði og Sigurður Eiríksson, æðarbóndi í
Norðurkoti í Sandgerði kynna æðarbúskap. Ómar Smári segir frá refagildrum í landi Grindavíkur.

Kl. 15:00 - Pína pokastelpa.
Sýning fyrir yngstu kynslóðina. Sýnt í Hópsskóla.

Kl. 17:00 - Saltfisksetrið. Tónleikar Delizie Italiane.
Leone Tinganelli: söngur og gítar. Jón Elvar Hafsteinsson: gítar og söngur. Jón Rafnsson: kontrabassi og söngur.

Félagið Matur-saga-menning, með Laufeyju Steingrímsdóttur næringarfræðingi og Sigurvin Gunnarssyni
matreiðslumeistara, hefur í samvinnu við Saltfisksetrið staðið fyrir samkeppni um bestu saltfisksuppskriftirnar. Um helgina er síðasti möguleiki að skila inn uppskriftunum í Saltfisksetrið. Úrslitin verða tilkynnt í upphafi páskahátíðar. Verðlaun veitt fyrir þrjár bestu uppskriftirnar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir