Grindavík vann tvöfalt í Stóru upplestrarkeppninni

  • Fréttir
  • 19. mars 2010

Grunnskóli Grindavíkur gerði sér lítið fyrir og vann tvöfalt í Stóru upplestrarkeppninni en lokahátíðin fór fram í Gerðaskóla í Garði í gær en keppnin er fyrir nemendur í 7. bekk. Margrét Rut Reynisdóttir varð í 1. sæti og Valgerður María Þorsteinsdóttir í 2. sæti en báðar eru þær nemendur í 7. S í grunnskóla Grindavíkur.

Undankeppni Stór upplestrarkeppninnar í grunnskólanum fór fram 11. mars. Fjórir nemendur voru valdir áfram í úrslitin sem eru haldin sameiginleg með Vogaskóla og Gerðaskóla. Auk Margrétar Rutar og Valgerðar Maríu kepptu Íris Ósk Hallgrímsdóttir og Kristófer Breki Gylfason í úrslitunum. Lesnir voru kaflar úr bók og svo tvö ljóð. Grindvísku keppendurnir stóðu sig allir mjög vel líkt og aðrir keppendur og því var dómnefndinni nokkur vandi á höndum en Grindavík stóð uppi sem tvöfaldur sigurvegari. Í hléi í upplestarkeppninni spilaði Grindvíkingurinn Inga Bjarney Óladóttir fimlega á píanó.

Það eru Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn sem stendur fyrir Stóru Upplestrarkeppninni. Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.

F.v. Lið Grindavíkur: Margrét Rut, Valgerður María, Íris Ósk og Ingibjörg sem var fyrsti varamaður. Á myndina vantar Kristófer Breka.

Inga Bjarney spilaði á píanó.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!