Dagur 6: Líf og fjör um allan bć

  • Fréttir
  • 19. mars 2010

Sjötti dagur menningarvikunnar var afar viðburðarríkur. Sigríður Klingenberg trekkti heldur betur að í verslunarmiðstöðinni þar sem hún spáði í spil, frásögn og fróðleikur var í Flagghúsinu, Gunnar Þórðarson var á Bryggjunni og ýmislegt fleira.

Palóma og Bókabúðin voru með lengri opnunartíma í verslunarmiðstöðinni í gær og Hárhornið var á staðnum með kynningar. Sigríður Klingenberg hafði vart undan að spá í spil og fékk m.a. ein hárgreiðslukona bæjarins þá niðurstöðu að hún yrði næsti bæjarstjóri í Grindavík! Margt var um manninn og mikil stemmning.

Í Flagghúsinu voru fróðlegar frásagnir undir yfirskriftinni Niðri í skúrum. Kristinn Þórhallsson sagði sögur úr skúrunum og þá rakti Erling Einarsson sögu verslunar í Grindavík. Hvort tveggja var afar fróðlegt og skemmtilegt.

Í öðrum fréttum hefur verið greint frá opnu húsi í Hópsskóla, söng leikskólabarna og söngvaskáldinu Gunnari Þórðarsyni í Víðihlíð. Jafnframt var tónlistarskólinn með tónfund í Víðihlíð.

Sigríður Klingenberg í stuði í Palómu.

Linda og Guðrún Dröfn voru kátar og hressar.

Á vinstri myndinni eru systurnar Ragnheiður og Petra Rós en Ragnheiður og stelpurnar á Hárhorninu voru  með kynningu í verslunarmiðstöðinni. Á hægri myndinni eru fótboltastelpurnar Alexandra og Bentína sem voru að selja sælgæti til styrktar æfingaferð meistaraflokks kvenna.

Erling í Flagghúsinu flutti fróðlegan fyrirlestur um verslunarsögu Grindavíkur.

Gestir í Flagghúsinu í gærkvöldi.

Gestir á Bryggjunni í gærkvöldi að hlusta á Gunnar Þórðarson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!