Gunnar Ţórđar söng eins og engill

  • Fréttir
  • 19. mars 2010

Einn óvæntasti viðburðurinn á menningarvikunni voru tónleikar Gunnars Þórðarsonar tónskálds sem sló gegn með Hljómum á sínum tíma. Hann tróð upp á troðfullu kaffihúsi Bryggjunnar í gærkvöldi og sýndi á sér nýjar hliðar sem trúbador. Gunnar sat einn með gítarinn, sagði sögur á milli laga og söng svona ljómandi vel en hann hefur ekki gert mikið af því í gegnum tíðina.

Óhætt er að segja að Gunnar hafi komið mörgum á óvart á Bryggjunni. Gítarfimi hans er einstök líkt og allir þekkja, tónstiginn leikurinn í höndunum á honum og hann spilaði allt milli himins og jarðar, bæði frumsamið og annað efni, en hversu snjall söngvari  hann er er ekki á allra vitorði. Þetta var virkilega skemmtileg kvöldstund.

Með því að smella á myndina að ofan má sjá tóndæmi frá tónleikunum þar sem Gunnar spilar og syngur lagið Starlight.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir