Fimm stjörnu Dúkkulísa

  • Fréttir
  • 18. mars 2010

Grunnskóli Grindavíkur hélt árshátíð sína sl. þriðjudagskvöld þar sem leikritið Dúkkulísa var frumsýnt í leikstjórn Víðis Guðmundssonar. Leikritið er eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur leikkonu, leikskáld og rithöfund, sambýliskonu Víðis. Bæjarsýning var svo í gærkvöldi þar sem á undan voru sýnd nokkur leikrit frá miðstigi grunnskólans.

Undirritaður sá bæjarsýninguna í gærkvöldi. Verkið fjallar um Lísu sem er 15 ára og nýbúin að eignast barn. Leikritið gerist á einni kvöldstund og hefst heima hjá Lísu. Sæunn vinkona hennar sem er flutt úr bænum er í heimsókn og á leiðinni á ball í skólanum. Skyndilega er bankað á gluggann og þar birtist barnsfaðir Lísu sem hefur ekki séð hann frá því hún var ófrísk. Með honum er Diddi og eru þeir á leiðinni á ballið líka og undarleg stemmning myndast við þessar aðstæður. Diddi tekur upp bjór og eitt leiðir af öðru. Áður en langt er um liðið heldur Lísa af stað á ballið með barnið með sitt með sér og endalokin eru svo í höndum áhorfenda!

Ekki fer á milli mála að mikið hæfileikafólk stendur að þessari sýningu því handritið er virkilega skemmtilegt og uppsetning Víðis ákaflega fagmannleg. Mestu máli skiptir að leikgleðin skín í gegn hjá nemendunum sem mörg hver, ef ekki öll, vinna stóran sigur með því einu að stíga á svið og leika fyrir framan aðra. Það er ekki svo lítið. Víði hefur tekist að galdra fram áður óþekktar hliðar í þessum ungu leikurum sem standa svo sannarlega fyrir sínu. Sviðsmyndin einföld og skemmtileg og tæknileg útfærsla gekk vel upp og átti stóran þátt í því hversu vel tókst til. Boðskapurinn í sýningunni snýst um ábyrgðartilfinningu en endirinn var óvæntur en afar vel heppnaður. Stundum geta hlutirnir farið illa en öll óskum við þess að allt fari vel að lokum. Sjón er sögu ríkari hvað varðar endirinn!

Fjögur ungmenni eru í aðalhlutverkum, þau Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir, Alex Þór Bergmann, Guðjón Sveinsson og Júlía Helga Jakobsdóttir. Þau standa sig öll feykilega vel og eiga framtíðina fyrir sér. Þá kemur fjöldi annarra nemenda að sýningunni á einn eða annan hátt.

Árshátíðarleikritið er skemmtileg og ómissandi hefð í Grindavík og mikill hvalreki að fá grindvíska atvinnumenn eins og Víði og Berg Ingólfsson á sínum tíma til þess að leikstýra. Vonandi fær Grindavík áfram að njóta krafta Víðis. Honum og krökkunum er óskað til hamingju með stórskemmtilega sýningu.

- Þorsteinn Gunnarsson

Myndbandsupptöku frá sýningunni má sjá með því að smella á efstu myndina.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál