GRALverjar á fullu út um allt - Vantar húsnćđi í Grindavík

  • Fréttir
  • 17. mars 2010

GRALverjar eru nú að fullu við að setja upp leikmynd á Akureyri vegna fyrirhugaðra sýninga á Hornum á höfði um páskana. Alls verða fimm sýningar í Rýminu í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Það er því um að gera fyrir þá sem misstu af sýningunni hér í Grindavík að skella sér á skíði í Hlíðarfjalli um páskana og fara með fjölskylduna á þessa frábæru leiksýningu. Hinir ættu að benda ættingjum og vinum nyrðra að panta sér miða sem fyrst.

GRAL er byrjað að vinna að næstu sýningu, gamanleikritinu Endalokum alheimsins, en það er algjörlega óvíst hvar og hvenær hún verður frumsýnd vegna húsnæðisvanda leikhópsins. Meðlimir GRAL sitja ekki aðgerðarlausir því auk undirbúningsins á Akureyri frumsýndi Víðir Guðmundsson árshátíðarleikrit Grunnskólans í vikunni og Bergur Þór Ingólfsson, sem hlaut Menningarverðlaun DV í síðustu viku, mun frumsýna Gauragang í Borgarleikhúsinu á föstudaginn og verða gestaleikari Spaugstofunnar næsta laugardagskvöld.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir