Grindavík flottust í heimi!

  • Fréttir
  • 17. mars 2010

Krakkarnir í skólahópi á leikskólanum Laut gengu fylktu liði frá leikskólanum að verslunarmiðstöðinni að Víkurbraut 62. Þau voru með nokkurs konar meðmælaskilti á lofti með ýmsum skemmtilegum slagorðum, t.d. að Grindavík sé besti bær í heimi, börn þurfa fisk að borða, börn þurfa mömmu og pabba, við viljum gott veður og Grindavík er flottust í heimi. Þá gerði ein stúlkan skiltið ,,góður bæjarstjóri". Krakkarnir sungu jafnframt nokkur lög.

Að því loknu heimsóttu þau bæjarskrifstofurnar þar sem Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri tók á móti þeim. Krakkarnir fengu veitingar og skoðuðu skrifstofurnar og tóku aftur lagið. Þetta var sannarlega skemmtileg heimsókn enda krakkarnir til mikillar fyrirmyndar og mjög skemmtilegir.

Með því að ýta á efstu myndina má sjá sjónvarpsupptöku þar sem krakkarnir sungu afar fallegt.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun