Nýjung á heimasíđunni - Sjónvarp grindavik.is

  • Fréttir
  • 17. mars 2010

Nú er rétt um ár síðan nýrri heimasíðu Grindavíkurbæjar var hleypt af stokkunum. Hún hefur verið í stöðugri þróun síðan en henni er ætlað að vera upplýsingatorg fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, þeirra sem vilja sækja sér upplýsingar um bæinn okkar og fyrir ferðamenn. Nýjasta viðbótin við heimasíðuna er Sjónvarp grindavik.is en nú verður boðið upp á sjónvarpsfréttir þegar tækifæri gefst til en þetta hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi. Með þessari frétt er fyrsta sjónvarpsfréttin sem er frá setningu menningarvikunnar og ýmsum tónlistarviðburðum hennar fyrstu tvo dagana.

Heimsóknir á nýrri heimasíðu Grindavíkur á einu ári eru tæpar hálf milljón. Alls var farið inn á heimasíðuna frá 101 landi. Misjafnt er hvernig fólk fer þangað inn, helmingur fer beint inn á grindavik.is, tæp 20% í gegnum Google leitarvélina og 25 þúsund í gegnum facebook.

Þá er annar áfangi heimasíðunnar af þremur í smíðum og er hann langt kominn, en það er heimasíða fyrir útlenda ferðamenn, sem verður með slóðina www.visitgrindavik.is. Sú síða verður á íslensku, ensku og þýsku.

Athygli er vakin á því að þetta fyrsta myndband er í lengri kantinum og því tekur það sinn tíma að hlaða því niður.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!