Sendiherrar Norđurlandanna í heimsókn

  • Fréttir
  • 15. mars 2010

Sendiherrar Norðurlandanna á Íslandi ásamt færeyska konsúlnum heimsóttu Grindavík í morgun. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér íslenskan sjávarútveg. Sendiherrarnir komu við í Saltfisksetrinu, fengu sér að borða fisk í Salthúsinu og heimsóttu svo Vísi.

 

Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri tók á móti sendiherrunum, mökum og starfsmönnum sendiráðanna ásamt færeyska konsúlnum í Saltfisksetrinu. Þetta voru þau Sören Haslund sendiherra Danmerkur, Hannu Hämäläinen sendiherra Finnlands, Anders Ljunggren sendiherra Svíþjóðar, Margit Tveiten sendiherra Noregs og Gunvør Balle konsúll Færeyja ásamt fylgdarliði.

Hópurinn hóf daginn á því að kynna sér starfsemi HB Granda í Reykjavík en hélt svo til Grindavíkur. Ólafur Örn fór yfir stöðu Grindavíkur og mikilvæg bæjarfélagsins í íslensku sjávarútvegi í gegnum tíðina. Sterk staða bæjarins í þeim efnum vakti athygli gestanna sem spurðu margs. Sendiherrarnir ásamt fylgdarliði fóru svo í skoðunarferð um Saltfisksetrið. Þeir voru svo kvaddir með gjöfum og síðan var haldið á Salthúsið að borða og þa tók við skoðunarferð um Vísi sem sendiherrunum fannst afar áhugaverð. Heimsókn tókst í alla staði vel og nokkuð ljóst að fulltrúar Norðurlandaþjóðanna á Íslandi eru margs vísari um undirstöðu atvinnugreinina hér á landi eftir þessa heimsókn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir