Áríđandi upplýsingar um árshátíđ grunnskólans og bćjarsýningar á árshátíđarleikriti

  • Fréttir
  • 15. mars 2010

Árshátíðsýning grunnskólans fer fram þriðjudaginn 16. mars kl. 15.30.  Dansleikur er um kvöldið fyrir nemendur í 5. - 10.bekk með Ingó og Veðurguðunum. Óskað er eftir að foreldrar sæki börn sín að honum loknum. Bæjarsýning er í skólanum miðvikudaginn 17.mars kl. 20.00. Önnur bæjarsýning fer fram í skólanum sunnudaginn 21.mars kl. 15.00. Nemendur í 10.bekk bjóða upp á vöfflur og drykki á bæjarsýningunum gegn vægu verði. Einnig verður til sölu skólablaðið sem nemendur í 10.bekk hafa unnið að upp á síðkastið. Ágóði allrar sölu rennur í ferðasjóð nemenda.

Leikritið heitir Dúkkulísa og er eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur leikkonu, leikskáld og rithöfund. Sambýlismaður hennar er Grindvíkingurinn Víðir Guðmundsson leikari en hann leikstýrir verkinu og er reyndar í því hlutverki annað árið í röð. Frumsýning leikritsins er hluti af menningarviku í Grindavík.


Verkið fjallar um Lísu sem er 15 ára og nýbúin að eignast barn. Leikritið gerist á einni kvöldstund og hefst heima hjá Lísu. Sæunn vinkona hennar sem er flutt úr bænum er í heimsókn og á leiðinni á ball í skólanum. Skyndilega er bankað á gluggann og þar birtist barnsfaðir Lísu sem hefur ekki séð hann frá því hún var ófrísk. Með honum er Diddi og eru þeir á leiðinni á ballið líka og undarleg stemmning myndast við þessar aðstæður. Diddi tekur upp bjór og eitt leiðir af öðru. Áður en langt er um liðið heldur Lísa af stað á ballið með barnið með sitt með sér. Hvað gerist við þessar aðstæður er ómögulegt að segja og verður ekki upplýst hér. Sjón er sögu ríkari.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir