Stelpurnar lágu fyrir Keflavík - Strákarnir sćkja Stjörnuna heim

  • Fréttir
  • 25. febrúar 2010

Grindavíkurstúlkur töpuðu fyrir grönnum sínum í Keflavík 79-76 í framlengdum æsispennandi leik í úrvalsdeild kvenna í körfbolta í Röstinni í gærkvöldi. Þær gulu hafa nú tapað þremur leikjum í röð og liðið dottið niður í 4. sæti með 22 stig, Hamar er í 3. sæti einnig með 22, Keflavík hefur 24 og KR efst með 34.
Petrúnella Skúladóttir jafnaði metin fyrir Grindavík, 69-69, með þriggja stiga skoti skömmu fyrir leikslok og tryggði heimastúlkum framlengingu. Þar reyndust Keflavíkurstúlkur sterkari.

Michele DeVault skoraði 24 stig fyrir Grindavík og tók 12 fráköst. Helga Hallgrímsdóttir var sem fyrr öflug í fráköstunum og hirti 13 slík.

Keppni í úrvalsdeild karla hefst aftur í kvöld eftir bikarfjör. Grindavík sækir Stjörnuna heim í Ásgarði og hefst leikurinn kl. 19:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á SportTV. Þetta verður hörku leikur en Stjarnan er í 3. sæti með 26 stig en Grindavík í því fjórða með 24.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!