Tónleikar í kirkjunni í kvöld

  • Fréttir
  • 24. febrúar 2010

Á miðvikudaginn síðasta, öskudag, hófst „Föstutónleikaröðin: Leyndardómur trúarinnar" í Grindavíkurkirkju. Um er að ræða 6 tónleika á miðvikudagskvöldum kl.20: 17.febrúar, 24. febrúar, 3. mars, 10. mars, 17. mars og 24.mars. Meðal flytjenda verða: Eyþór Ingi Jónsson, Hörður Áskelsson og Inga Rós Ingólfsdóttir, Guðný Einarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Björn Steinar Sólbergsson.

 

Áhersla er lögð á að tengja tónlistina við trúarlegt inntak föstutímans með því að flytjendur útskýra tengslin fyrir áheyrendum á auðskiljanlegan hátt. Að auki verður einn passíusálmur Hallgríms Péturssonar tekinn fyrir á hverjum tónleikum.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 og aðgöngueyrir er 1000 kr. og er innheimtur svo að tónleikaröðin geti staðið undir sér í framtíðinni. Tónleikaröðin hlaut styrk frá Menningarráði Suðurnesja.

Hörður Áskelsson og Inga Rós Ingólfsdóttir munu leika verk eftir Bach, Kirchner og Saint-Saëns, miðvikudagskvöldið 24. febrúar (í kvöld). Sjá nánar hér.

Nánari upplýsingar veitir:

Kári Allansson, organisti Grindavíkurkirkju.
kari06@lhi.is
gsm.: 863-7277


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!