Fjölmenni í Hópinu

  • Fréttir
  • 22. febrúar 2010

Mikið líf og fjör hefur verið í Hópinu, fjölnota íþróttahúsinu, tvær síðustu helgar. Þar hefur farið fram fótboltamót fyrir 4., 5., 6. og 7. flokk stúlkna og hafa um 300 keppendum mættir hvora helgi eða rúmlega 600 alls. Mikill fjöldi foreldra hefur mætt með börnunum og hafa þeir verið annað eins og talið að rúmlega eitt þúsund manns hafi komið til Grindavíkur í tengslum við mótin.

Knattspyrnumótið Grindin eins og það kallaðist gekk mjög vel og var skipulagið til fyrirmyndar. Mótið rann vel í gegn og voru foreldrar gestaliðanna ánægðir með hvernig að mótinu var staðið. Þó nokkrir foreldrar sem rætt var við höfðu aldrei áður komið til Grindavíkur og leist mjög vel á bæinn. Voru foreldrarnir hvattir til þess að mæta á Sjóarann síkáta í sumar!

Það var meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu sem skipulagði og sá um mótin en þetta var liður í fjáröflun fyrir æfingaferð til Spánar um páskana.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál