Ţar kom ađ ţví ađ Grindavík tapađi í Laugardalshöll

  • Fréttir
  • 21. febrúar 2010

Bikarinn rann Grindavík úr greipum þegar liðið tapaði í fyrsta sinn úrslitaleik í Laugardalshöll. Grindavík tapaði fyrir Snæfelli 92-81 í frábærum leik þar sem Snæfell sigldi fram úr með góðum lokaspretti. „Við gerðum ekki það sem við lögðum upp með og þess vegna er þetta mjög svekkjandi. Maður getur aldrei verið sáttur með að tapa þegar frammistaðan er ekki betri en hún var í þessum leik," sagði Þorleifur Ólafsson leikmaður Grindavíkur við Vísi eftir leikinn.

„Við vorum ekki að spila sem eitt lið og við vorum ekki að gera þetta sem ein heild. Við vorum lítið á eftir þeim en samt vorum við að spila mjög lélega," sagði Þorleifur.

„Þegar við vorum að koma til baka inn í leikinn þá vorum við samt allir í hverju sínu horni. Það vantaðu algjörlega að við værum að gera þetta saman á meðan að þeir voru að berjast saman sem lið allan leikinn," sagði Þorleifur.

„Þegar þeir klikkuðu úr skoti þá tóku þeir bara sóknarfrákastið. Í restina þegar við vorum að koma til baka og voru komnir með þetta niður í sex stig þá tóku þeir tvö sóknafráköst í röð og settu síðan þrist í andlitið hjá okkur," sagði Þorleifur og bætti við:

„Það voru allir að klikka hjá okkur í dag og það er sama hver við lítum," sagði Þorleifur að lokum.

Baráttumaðurinn Ómar Sævarsson Grindavík hjá Grivar að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna í bikarúrslitaleik Grindavíkur og Snæfells í gær þar sem gulir máttu sætta sig við silfrið. Ómar tók 10 fráköst í leiknum og skoraði 3 stig. Ómar sagði í samtali við Karfan.is eftir leik að hugsanlega hafi Sean Burton verið munurinn á liðunum.

,,Það gæti bara vel verið að Burton hafi verið munurinn en ég held bara að Snæfell hafi komið einbeittari í leikinn og framkvæmt sitt ,,gameplan" betur en við og uppskáru því sigur," sagði Ómar en hvað lögðu Grindvíkingar upp með fyrir leikinn?

,,Við ætluðum ekki að láta þá vinna okkur fyrir utan þriggja stiga línuna, frekar inni í teig. Þeir bara unnu okkur fyrir utan þriggja, það er ekkert flóknara en það," sagði Ómar og bætti við að varnarleikur liðsins hefði verið í lagi á tímum.

,,Sóknin náði aldrei góðum dampi og við náðum ekki stemmningu í okkar aðgerðir og Snæfell voru einfaldlega betri á þessum degi," sagði Ómar en Grindvíkingar náðu að tefla fram fullum hópi í Höllinni í gær sem ekki hefur tekist í langan tíma.

,,Ég er klár á því að eftir þennan leik verðum við þéttari því það voru allir í búning og nú liggur leiðin bara upp á við frá þessu."

Snæfell var 44-41 yfir í hálfleik en liðið breytti stöðunni úr 23-30 fyrir Grindavík í 36-30 með því að skora þrettán stig í röð rúmum tveggja mínútna kafla.

Snæfell byrjaði seinni hálfleik af krafti með Sean Burton í fararbroddi en bandaríski leikstjórnandi liðsins skoraði 16 stig í þriðja leikhluta og Snæfell var með 69-65 forustu fyrir lokaleikhlutann.

Snæfell var síðan sterkari í fjórða leikhluta og landaði nokkuð öruggum sigri.

Sean Burton skoraði 36 stig fyrir Snæfell, Sigurður Þorvaldsson var með 14 stig, Jón Ólafur Jónsson gerði 12 stig og fyrirliðinn Hlynur Bæringsson var með 10 stig og 19 fráköst.

Brenton Birmingham skoraði 17 stig fyrir Grindavík, Þorleifur Ólafsson og Darrel Flake voru báðir með 16 stig og Arnar Freyr Jónsson bætti við 15 sigum og 11 stoðsendingum.

Frábær stuðning grindvískra áhorfenda dugði því miður ekki að þessu sinni.

Hér má sjá myndasyrpu frá úrslitaleiknum á karfan.is: http://karfan.is/myndir/myndir/id/282
Myndin er með greininni er frá Vísi en þar er að finna skemmtilega myndasyrpu frá leiknum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir