Grindvíkingur vikunnar - Eyrún Ösp Ottósdóttir

  • Fréttir
  • 18. febrúar 2010

Söngkeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Hljóðneminn, var haldin á sal skólans á dögunum. Sextán atriði voru í keppninni, sem þótti glæsilegri en nokkru sinni fyrr, en troðfullt var út úr dyrum. Grindavíkurmærin Eyrún Ösp Ottósdóttir bar sigur úr býtum en hún söng lagið „Hear You Me" með hljómsveitinni Jimmy Eat World og verða því fulltrúar Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Söngkeppni Framhaldsskólanna á Akureyri. Eyrún Ösp svaraði nokkrum spurningum sem Grindavíkingur vikunnar.

Nafn? Eyrún Ösp Ottósdóttir.
Fjölskylduhagir? Bý hjá mömmu, pabbi býr í Hafnafirði og systkini mín Hrund og Björgvin í Kópavogi.
Starf? Nemi,
Uppáhalds-
...maturinn?
Mér finnst nautakjöt alltaf ótrúlega gott að hætti pabba, annars er pasta líka í miklu uppáhaldi!
...drykkurinn? Hmm .. appelsínusafi eða coke.
...staðurinn? Auðvitað Grindavík.
...leikarinn? Ég á eiginlega engan uppáhalds, en Pétur Jóhann klikkar seint :)
...lagið? Váá erfið spurning, en Man in the mirror er í miklu uppáhaldi.
...söngvarinn/hljómsveitin? Sálin engin spurning - og svo er uppáhalds erlendi söngvarinn Michael Jackson.
...fuglinn? Söngfuglinn ... neeei ég á mér engan sérstakann uppáhalds fugl, er ekki hrifin af fuglum ef ég á að segja eins og er.
...liturinn? Rauður.
...bókin? Ég les nánast aldrei bækur nema eitthverjar hundleiðinlegar í skólanum, svo ég á enga uppáhalds bók.
...bíómyndin? Love and basketball.
...íþróttamaðurinn? Alltaf ógeðslega gaman að sjá troðslurnar hjá Ólafi Ólafs hehe.
...liðið? Grindavík.
Hvert er þitt lífs mottó? Hver er sinnar gæfu smiður.
Hvað er best við Grindavík? Finnst svo gott þegar ég finn að Grindvíkingarnir standa alltaf saman þegar eitthvað kemur uppá. Gaman líka hvað það fyllast alltaf stúkurnar þegar Grindavík gengur vel í íþróttum, mættum vera duglegri að mæta á leiki samt !
Segðu frá söngferli þínum? Ég hef ekki mikið verið að syngja annarsstaðar en bara heima hjá mér ef ég á að segja eins og er þó að það komi alveg fyrir að ég hafi sungið í fjölskylduveislum og afmælum og svona. Ég hef tekið þátt í ýmsum keppnum og unnið tvær.
Hefur þú lært eitthvað í tónlist og hvað þá? Ég lærði hjá Rósu Lind söngkonu þegar ég var í 6. bekk og svo var ég alltaf í kór þegar ég var yngri og ég lærði svo grunn í söng hjá Margrét Eir fyrir tveimur árum.
Hvernig viðbrögð hefur þú fengið eftir sigurinn? Bara góð viðbrögð.
Hver eru þín helstu áhugamál? Körfubolti, vinirnir, söngur og að ferðast.
Eitthvað að lokum? Jáá, ég vil endilega hvetja alla til að koma í höllina á laugardaginn og styðja Grindavík til sigurs !


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir