Öskudagsfjör í Hópsskóla

  • Fréttir
  • 17. febrúar 2010

Fyrsti öskudagurinn í Hópsskóla tókst aldeilis ljómandi vel. Að vanda hófst skólastarfið með morgunsöng og síðan tók við leikfanga- og bíótími. Í kjölfarið voru svo ýmsar stöðvar í skólanum þar sem voru andlitsmálum, öskupokagerð, spil, grímugerð og ýmislegt fleira. Hápunkturinn var svo á sal skólans þegar kötturinn var sleginn úr tunnunni og dans stiginn.

Nemendur skólans klæddust ýmsum skemmtilegum búningum en mestu máli skipti að allir höfðu góða skapið meðferðis og því gekk dagurinn eins og í sögu.

Hér eru nokkrar myndir frá öskudagsfjörinu í Hópsskóla í dag.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir