Guđmundur Bragason: Fyrsti bikarmeistaratitillinn gleymist aldrei

  • Fréttir
  • 16. febrúar 2010

Stórleikur vetrarins í íslenskum köfuknattleik verður næsta laugardag þegar Grindavík mætir Snæfelli í úrslitaleik bikarkeppninnar. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og hefst kl. 16:00. Miðasala er hafin á www.midi.is. Grindavík hefur fjórum sinnum hampað bikarmeistaratitlinum, fyrst 1995, en þá var Guðmundur Bragason einn af lykilmönnum liðsins. Heimasíðan fékk Guðmund til þess að rifja úrslitaleikinn upp sem var gegn Njarðvík og er flestum  Grindvíkingum ógleymanlegur.

Guðmundur Bragason miðherji Grindavíkur lék sinn síðasta leik í úrvalsdeild með Grindavík í mars 2004 en Guðmundur var í fremstu röð íslenskra körfuknattleiksmanna rúma tvo áratugi og átti glæsilegan feril. Enginn íslenskur leikmaður hefur leikið fleiri A-landsleiki en Guðmundur á að baki 169 landsleiki og lék síðast með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum á Möltu 2003.

Guðmundur lék með Grindavík í efstu deild frá árinu 1987-1996. Hann lék sem atvinnumaður í Hamborg í Þýskalandi á árunum 1997-1998 en sneri til Grindavíkur á ný tímabilið 1998-1999. Haukar úr Hafnarfirði nutu góðs af framlagi Guðmundar 1999-2002 en svo lauk hann ferlinum með sínu uppeldisfélagi.

Á ferli sínum skoraði Guðmundur 16,5 stig að meðaltali í leik, en hann skoraði flest stig gegn Snæfelli 4. febrúar 1992, eða 36 alls. Hann tók mest 29 fráköst í eingum leik, gegn ÍS. Guðmundur er sá íslenski leikmaður sem hefur náð flestum fráköstum, bæði sóknar- og varnarfráköstum. Hann tók alls 3.260 fráköst á ferlinum, 1.243 sóknarfráköst og 2.017 varnarfráköst.

Guðmundur var í lykilhlutverki þegar Grindavík náði í fyrsta sinn að landa stórum titli í körfubolta þegar liðið sigraði Njarðvík í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll 1995 með 105 stigum gegn 93. Guðmundur skoraði 15 stig í leiknum og hirti 10 fráköst.

„Þessi leikur gleymist aldrei enda var þetta fyrsti bikarmeistaratitill félagsins. Þettar var fjörugur leikur enda mikið skorað. Njarðvíkingar voru taldir sigurstranglegri fyrir leikinn en við vorum samt með hörku gott lið. Í minningunni var þetta frekar öruggt," segir Guðmundur þegar hann rifjar þennan söguleika leik upp.

Hann segir að Franc Booker hafi farið hamförum en hann skoraði 28 stig og Guðjón Skúlason skoraði 26. Booker var þriðji Bandaríkjamaðurinn sem Grindavík notaði þennan vetur en þjálfari liðsins, Friðrik Ingi Rúnarsson, var duglegur við að skipta þeim út.

„Eftir leikinn trylltist allt í Höllinni. Grindvíkingar fjölmenntu á leikinn og við fengum ótrúlegan stuðning sem skiptir miklu máli í svona stórleik. Þegar við komum heim til Grindavík var allt á öðrum endanum og við fögnuðum þessum titli vel og lengi. Reyndar hefur þessi titill fallið í skuggann af fyrsta og eina Íslandsmeistaratitli Grindavíkur fram af þessu sem kom árið eftir enda var það mikið ævintýri en bikarmeistaratitillinn var einnig sætur og sýndi okkur að við vorum gott lið sem var tilbúið að takast á við þann stóra," segir Guðmundur.

Upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn heldur áfram á morgun.

Miðaverð 

Forsala (til og með 19. febrúar)
Á midi.is 5 ára og yngri - Frítt
1.-10.bekkur í grunnskóla 500 kr.
16 ára og eldri 1.200 kr.

Á Leikdag (20. febrúar)
5 ára og yngri - Frítt
1.-10. bekkur í grunnskóla 800 kr.
16 ára og eldri 1.500 kr.

Myndir: KKÍ.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál