Minna landađ af afla í janúar

  • Fréttir
  • 15. febrúar 2010

Mun minna var landað af afla í Grindavíkurhöfn líkt og annars staðar á landinu í nýliðnum janúarmánuði, borið saman við sama mánuð í fyrra. Í síðasta mánuði var 2.881 tonni landað í Grindavíkurhöfn borið saman við 5.085 tonnum í janúar í fyrra. Þar munar mestu um að þorskafli var nærri helmingi minni eða 1.255 tonn á móti 2.567 tonnum.

Reyndar kom meira af ýsu í Grindavíkurhöfn á milli ára eða 485 tonn borið saman við 413. Alls var landað 410 tonnum af ufsa og var samdrátturinn 315 tonn á milli ára. Einnig varð töluverður samdráttur í keilu, löngu, karfa og ekki síst grálúðu. Hins var varð nokkur aukning í gulllaxi, 131 tonn kom á landi í janúar í ár en 97 í fyrra.

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 8,9% minni en í janúar 2009. Aflinn nam alls 55.445 tonnum í janúar 2010 samanborið við 71.520 tonn í janúar 2009.
Botnfiskafli dróst saman um rúm 1.700 tonn frá janúar 2009 og nam 31.300 tonnum. Þar af nam þorskaflinn rúmum 17.400 tonnum, sem er aukning um 1.700 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam rúmum 5.400 tonnum sem er um 1.400 tonnum minni afli en í janúar 2009. Karfaaflinn dróst saman um 1.200 tonn samanborið við janúar 2009 og nam tæpum 2.400 tonnum. Um 2.700 tonn veiddust af ufsa sem er um 600 tonnum minni afli en í janúar 2009.

Afli uppsjávartegunda nam rúmum 22.000 tonnum sem er tæplega 14.500 tonnum minni afli en í janúar 2009. Samdrátt í uppsjávarafla má helst rekja til minni síldarafla en 6.400 tonn veiddust af síld í janúar samanborið við 18.500 tonna afla í janúar 2009. Kolmunnaafli nam 5.300 tonnum og dróst saman um 8.000 tonn frá fyrra ári. Afli gulldeplu nam 10.600 tonnum sem er aukning um tæp 5.700 tonn miðað við janúar 2009.

Flatfiskaflinn var 1.397 tonn í janúar 2010 og dróst saman um 248 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli nam 340 tonnum samanborið við um 57 tonna afla í janúar 2009.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál