Eyrún Ösp sigrađi í Hljóđnemanum 2010

  • Fréttir
  • 14. febrúar 2010

Söngkeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Hljóðneminn, var haldin á sal skólans á dögunum. Sextán atriði voru í keppninni, sem þótti glæsilegri en nokkru sinni fyrr, en troðfullt var út úr dyrum. Grindavíkurmærin Eyrún Ösp Ottósdóttir bar sigur úr býtum en hún söng lagið „Hear You Me" með hljómsveitinni Jimmy Eat World og verða því fulltrúar Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Söngkeppni Framhaldsskólanna á Akureyri.

Með Eyrúni Ösp var Bjarki Már Viðarsson á gítar auk þess að syngja og bakrödd. Þau sungu lagið Hear You Me
Í öðru sæti var Íris Einarsdóttir með lagið Never Say Never með hljómsveitinni The Fray. Með henni var Hildur Björk Pálsdóttir á fiðlu og hljómsveitin Segulbandið sem sá um undirspil á keppninni. Þriðja sætið hreppti Lára Björg en hún söng lagið Nutshell með Alice in Chains.

 Mynd: Víkurfréttir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir