Bjarni og Sveinn Ari í stjórn knattspyrnudeildar

  • Fréttir
  • 12. febrúar 2010

Aðalfundur knattspyrnudeildar Grindavíkur fyrir árið 2009 fór fram í gærkvöldi. Vel var mætt á fundinn. Meðal annars var lögð fyrir fundinn uppeldisáætlun deildarinnar, samþykkt var ályktun um mannvirkjamál og þá urðu tvær breytingar á stjórn deildarinnar. Sú breyting verður á þessu ári að meistaraflokkur kvenna, sem hefur verið samstarf Reynis og Víðis undir nafni GRV undanfarin þrjú ár, verður undir nafni Grindavíkur næsta sumar.

Tveir nýir komu inn í stjórn knattspyrnudeildar, þeir Bjarni Ólason og Sveinn Ari Guðjónsson. Þorsteinn Gunnarsson var endurkjörinn formaður og endurkjörnir stjórnarmenn voru Jónas K. Þórhallsson, Símon Alfreðsson, Ragnar Ragnarsson og Sigurður Halldórsson. Rekstur deildarinnar á síðasta ári var réttum megin við núllið.

Eysteinn Hauksson, yfirþjálfari yngri flokka Grindavíkur, kynnti uppeldisáætlun deildarinnar sem verður endurskoðuð hér eftir á hverju ári. Fram kom að hún er skrifuð frá grunni og á forsendum knattspyrnudeildar UMFG. Jafnframt var lögð fram yfirlýsing knattspyrnudeildar í málum jafnréttis kynja, kynþátta, fordóma og eineltis.

Þá samþykkti aðalfundurinn eftirfarandi ályktun:

,,Ályktun aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG, haldinn 11. febrúar 2010, vegna framtíðaruppbyggingar íþróttamannvirkja:
Aðalfundurinn fagnar framtíðaráformum Grindavíkurbæjar um glæsilega uppbyggingu íþróttamannvirkja og að framtíðar búnings- og félagsaðstaða knattspyrnudeildar verði við Hópið og stúku aðalvallar. Þar sem rífa þarf Gula húsið þegar fyrsti áfangi íþróttamannvirkja verður byggður er ljóst að gríðarlega umfangsmikið félagsstarf knattspyrnudeildar verður á algjörum hrakhólum. Því er mikilvægt að ráðast sem fyrst í að reisa búnings- og félagsaðstöðu við Hópið og stúkuna. Minnt er á að endurgreiðsla virðisauka af vinnu við íþrótta- og skólamannvirki gildir út þetta ár. Knattspyrnudeildin er tilbúin til þess að gera samning við Grindavíkurbæ og taka að sér byggingu á búnings- og félagsaðstöðu ef það mætti verða til þess að flýta framkvæmdum."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir