Nú er ţađ Laugardalshöllin!

  • Fréttir
  • 9. febrúar 2010

Grindavík er komið í bikarúrslitin í körfubolta karla eftir 13 stiga sigur á ÍR í undanúrslitaleik liðanna í Röstinni í gærkvöldi. Andstæðingarnir í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni verða Snæfellingar og fer leikurinn fram 20. febrúar nk. Það eru því spennandi tímar framundan og enn og aftur er íþróttahreyfingin að koma Grindavík á kortið.

 

Grindvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍR, ekki síst eftir að lykilmaður ÍR, Hreggviður Magnússon, meiddist strax á fyrstu sekúndunum í uppkasti. ÍR tókst að minnka muninn niður í fjögur stig fyrir síðasta leikhlutann en Grindavík hafði mikla yfirburði á lokasprettinum. Páll Axel Vilbergsson dró vagninn fyrir Grindavík og skoraði 29 stig og Ómar Sævarsson átti einnig mjög góðan leik, hirti 21 frákast og skoraði 12 stig.

„Þetta var ströggl. við vorum ekki að spila vel þó það hafi komið góðir kaflar," sagði Páll.Axel við Vísi. „Við misstum dampinn aðeins í lok fyrri hálfleiks. Við vorum með hausinn í rassgatinu og þeir gerðu leik úr þessu en á endanum var þetta tiltölulega öruggt. Þetta var hörkuleikur og þannig eiga bikarleikir að vera."

En af hverju missti liðið dampinn? „Við spiluðum vel í byrjun en ÍR-ingar virtust að sama skapi ekki alveg til í verkefnið. Ég veit ekki hvað gerist svo, þeir spýta bara í lófana og við töpuðum boltanum í tíma og ótíma. Ég vil ekki meina að þeir hafi verið að spila svona góða vörn, við bara réttum þeim boltanum og þá jafnaðist leikurinn," sagði Páll.

Grindavík mætir Snæfelli í bikarúrslitaleiknum en Snæfellingar unnu Keflavík á sunnudag. „Það verður áskorun að mæta Snæfelli í þessum úrslitaleik. Ég sá leik þeirra gegn Keflavík þar sem þeir virkuðu mjög ferskir. Mér lýst vel á þetta. Við erum nokkuð brattir eftir gott gengi að undanförnu."

Mynd: Víkufréttir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál