Starfsmönnum bćjarins bođiđ á 75 ára afmćli UMFG

  • Fréttir
  • 29. janúar 2010

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á miðvikudaginn að í stað þess að halda Góugleði verði starfsmönnum boðið á 75 ára afmælishátið UMFG sem verður haldin 6. febrúar nk. í íþróttahúsinu sem verður breytt í glæsilegan samkomusal. Afmælishátíðin verður með þorrablótssniði og verður hin glæsilegasta. Veislustjóri er Freyr Eyjólfsson og leikur hljómsveitin Í svörtum fötum á ballinu.

Starfsmenn Grindavíkurbæjar sem ætla að þiggja boð bæjarins á afmælishófið þurfa að skrá sig á  thorsteinng@grindavik.is í síðasta lagi næsta þriðjudag. 

Búist er við um 400 manns í mat. 20 ára aldurstakmark er á ballið. 

Dagskráin afmælishófsins er eftirfarandi:
- Húsið opnar kl. 18:30.
- Glæsilegt þorrahlaðborð að hætta Bjarna Óla (Bibbans).
- Veislustjóri Freyr Eyjólfsson, útvarpsmaður.
- Verðlauna- og orðuveitingar í umsjá Gunnlaugs Hreinssonar, formanns UMFG.
- Tenórarnir tveir, Davíð og Stefán taka lagið og fara með gamanmál.
- Grindvíska sveitin Stigamenn tekur lagið.
- Bæjarbragur eftir Dædu.
- Happdrætti með glæsilegum vinningum.
- Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur fyrir dansi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir