Sjö gefa kost á sér í forvali hjá Samfylkingarfélagi Grindavíkurlistans

  • Fréttir
  • 29. janúar 2010

Sjö hafa gefa kost á sér í forvali hjá Samfylkingarfélagi Grindavíkurlistans. Forvalið fer fram 8. febrúar 2010 og hefst kl:19:30 með kynningu frambjóðenda. Að þeim loknum hefst kosningin en hún er opin öllum félagsmönnum í Samfylkingarfélagi Grindavíkurlistans sem skráðir eru í félagið 2. febrúar 2010. Kosningin er opin til kl: 22:00 og verða úrslitin tilkynnt um kl: 23:00 sama kvöld. Fjögur efstu sætin eru bindandi og er um að ræða fléttulista. Eftirfarandi gefa kost á sér í stafrófsröð:

Benóný Harðarson, 22 ára. Verkamaður og yngri flokka þjálfari. Sækist eftir 3.-4. sæti.
Gunnar Baldursson, 46 ára. Sjúkraflutningsmaður. Ekki tilgreint hvaða sæti.
Helga Kristjánsdóttir, 36 ára. Leik- og grunnskólakennari. Gefur kost á sér í 4. sæti
Marta Sigurðardóttir, 23 ára. Meistaranemi í opinberri stjórnsýslu. Sækist eftir 2. sæti.
Páll Valur Björnsson, 47 ára. Háskólanemi og verkamaður. Gefur kost á sér í 1.-2. sæti.
Páll Þorbjörnsson, 30 ára. Stöðvarstjóri. Gefur kost á sér í 4.-6. sæti
Sigurður Kristmundsson, 43 ára. Verslunarstjóri. Ekki tilgreint hvaða sæti.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál