Bandarískum körfuboltastelpum bođiđ á ţorrablót á Króki

  • Fréttir
  • 25. janúar 2010

Á föstudaginn var haldið upp á bóndadaginn á leiskólanum Króki með því að slá upp þorrablóti með tilheyrandi kræsingum og leikþætti um bóndann sem hoppaði í kringum bæinn í annari skálminni og fékk þorramat að launum frá húsfreyju sinni. Þá var tveimur bandarískum leikmönnum kvennaliðsins í körfubolta, Michelle DeVault og Joanna Skibu boðið sérstaklega í mat í tilefni dagsins en þær fengu ekki að vita hvað væri í boði áður en þær mættu!

Þær fengu fræðslu um þorramatinn en leist ekki nógu vel á súra sviðasultu, hrútspunga og kæstan hákarl en fengust til að smakka harðfiskinn. Í hádeginu var boðið upp á slátur sem börnin gerðu góð skil en útlendingarnir fengust ekki til að smakka. Þar sem Krókur er þekktur fyrir mikla gesttristni var þeim boðið upp á brauð og vöfflur áður en þær fóru heim. Fleiri myndir hér.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!