Skemmtilegt ţorrablót í Hópsskóla

  • Fréttir
  • 22. janúar 2010

Stórskemmtilegt þorrablót var í Hópsskóla í dag þar sem nemendur og starfsfólk skólans blótuðu þorra á sal skólans. Nemendurnir höfðu útbúið eigin víkingahjálma og sungu svo hvert þorralagið á fætur öðru undir stjórn skólastjórans. Greinilegt er að morgunsöngurinn í Hópsskóla er farinn að skila sér því krakkarnir sungu í einum kór íslensku þorralögin af stakri snilld. Þá voru kynntir íslenskir þorrasiðir fyrir krökkunum.

Að endingu var svo boðið upp á þorramat og grjónagraut og kunnu krakkarnir vel að meta það. Þau voru óhrædd að smakka þorramatinn þótt sum þeirra hefðu ekki alveg lagt í það að þessu sinni.
Myndirnir voru teknar í þorraveislunni í morgun.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!