?Verndarar barna

  • Fréttir
  • 22. janúar 2010

Forvarnarteymi Grindavíkur hefur ákveðið að bjóða upp á fræðslunámskeið á vegum samtakana Blátt áfram. Námskeiðið ber heitið „Verndarar barna" og er markmiðið með námskeiðinu að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð. Námsefnið er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum - sem og einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra.

Forvarnarteymið hefur hugsað sér að á námskeiðið mæti stjórnendur, og/eða millistjórnendur hjá stofnunum Grindavíkurbæjar en öðrum aðilum verði frjálst að senda einn til tvo aðila á námskeiðið. Hugsunin er sú að þeir sem mæta á þetta námskeið geti síðan miðlað þekkingunni áfram og eða verið þeir aðilar sem aðrir starfsmenn geti leitað til ef uppi vaknar grunur um kynferðilega misnotkun.

Námskeiðið verður haldið í Hópsskóla þriðjudaginn 2. febrúar milli kl. 13:00 - 16:00. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Kristins J. Reimarssonar fyrir 29. janúar n.k.

Með kveðju,
Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir