Hvert er heilsusamlegasta fyrirtćkiđ í Grindavík?

  • Fréttir
  • 20. janúar 2010

Íþrótta- og æskulýðsnefnd fagnaði á fundi sínum fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ og hvetur fyrirtæki og einstaklinga í Grindavík til að skrá sig til leiks og fylgja eftir góðri þátttöku og jafnframt góðum árangri í Lífshlaupinu á árinu 2009. Jafnframt samþykkir nefndin að verðlauna þau fyrirtæki í Grindavík sem standa sig best í þessu verkefni og hvetur öll fyrirtæki til að skrá sig til þátttöku og taka þátt í keppni um heilsusamlegasta fyrirtækið í Grindavík.

Lífshlaupið hefst miðvikudaginn 3. febrúar og stendur til þriðjudagsins 23. febrúar. Hægt verður að skrá sig inn á vef verkefnisins, www.lifshlaupid.is  frá og með þriðjudeginum 19. janúar. Um 9.300 manns tóku þátt í Lífshlaupinu á síðasta ári og fjölgaði þátttakendum um 1.600 á milli ára. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í vinnustaðakeppni fyrir 16 ára og eldri, hvatningarleik fyrir grunnskóla og einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu. Börn og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag. Við hvetjum alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á sínum vinnustað. Nánari upplýsingar má finna hér inn á vef verkefnisins. Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Lífshlaupsins eru: Heilbrigðisráðuneytið, Mennta-og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Skýrr, Rás 2 og Ávaxtabíllinn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!