Grindavík í undanúrslit

  • Fréttir
  • 18. janúar 2010

Grindavík tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfubolta eftir 10 stiga sigur á Tindastóli á Sauðárkróki, 96-86. Því gæti bikarævintýri verið í uppsiglingu hjá Grindavík sem landaði síðast þeim stóra 2006.

Darrel Flake skoraði 21 stig fyrir Grindavík á móti sínum gömlu félögum en Páll Axel Vilbergsson kom honum næstur með 20 stig. Ómar Sævarsson skoraði 13 stig og hirti 18 fráköst og þá lék Þorleifur Ólafsson að nýju eftir meiðsli og skilaði 15 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Grindavík var 24-20 yfir eftir fyrsta leikhluta og 52-41 yfir í hálfleik en Tindastóll náði að minnka muninn í fimm stig fyrir lokaleikhlutann en staðan var þá 68-73 fyrir gestina í Grindavík sem síðan kláruðu leikinn í fjórða leikhluta.

Grindavík er komið undanúrslit ásamt ÍR og Snæfelli og svo mætast Keflavík og Njarðvík í kvöld um síðasta lausa sætið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir