Blóđgjafar í Grindavík

  • Fréttir
  • 17. janúar 2010

Blóðbankabíllinn kom í sína reglubundnu ferð til Grindavíkur í vikunni. Aukin áhersla var lögð á að auglýsa komu bílsins en það skilaði sér ekki alveg eins og væntingar stóðu til því þátttaka var undir meðallagi eða 41 blóðgjafi. Nokkrir mættu til viðbótar en máttu ekki gefa.

Samkvæmt tölum frá 2005-2009 hafa verið á bilinu 31-63 blóðgjafar í hverri ferð til Grindavíkur eða að meðaltali 47.

Aðspurðir sögðu starfsmenn blóðbankabílsins að 60- 80 blóðgjafar væru kjörþátttaka. Þau hafa fengið rúmlega 100 manns í bílinn og þá var helst til mikill troðningur.

,,Við þökkum öllum þeim sem komu til að gefa blóð kærlega fyrir að gefa sér tíma til þessa mikilvæga verkefnis. Blóðgjöf er lífgjöf," segir á heimasíðu Grindavíkurdeildar Rauða krossins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir