Stelpurnar á sigurbraut - Stefna á toppinn

  • Fréttir
  • 14. janúar 2010

Kvennalið Grindavíkur í körfubolta er á mikilli siglingu þessa dagana. Grindavík sigraði Val með 10 stiga mun í Röstinni í gærkvöldi, 69 stigum gegn 59. Þetta var sjöundi sigurleikur liðsins í síðustu 8 leikjum og liðið er í 2. sæti deildarinnar.

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, segir að liðið hafi smollið skemmtilega saman að undanförnu því stelpurnar hafi áttað sig á því að liðsheildin vinni leikina. ,,Í þeim leikjum sem við höfum tapað hafa þær verið hver í sínu horni. En þegar við vinnum þá er samvinna í liðinu og það skiptir sköpum," segir Jóhann við grindavik.is

Það vakti athygli að bandaríski leikstjórnandinn Joanna Skiba, sem er með pólskt vegabréf, mun snúa aftur til Grindavíkur þar sem hún lék veturinn 2007-08. Með þessum liðsstyrk er nokkuð ljóst að Grindavík mun gera harða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.

,,Við ákváðum að fá hana því Ingibjörg Jakobs sleit krossbönd og verður ekki meira með. Við lendum í vandræðum með að bera upp boltann gegn sterkari liðunum. Þá er er ég með frekar lítinn hóp og að basla við ná 10 stelpum á æfingu. Skipa kemur á laugardaginn og verður góður liðsstykur fyrir okkar," segir Jóhann.

Hinn bandaríski leikmaðurinn í Grindavíkurliðinu, Michelle deVault, hefur vaxið í síðustu leikjum. Hún smellur vel inn í liðið og er dugleg að setja niður 3ja stiga skotin.

,,Hún er hluti af liðsdeildinni. Gegn Val í gærkvöldi skoruðu þrjár stelpur yfir 10 stig sem mér finnst mun betra en að hafa einn Kana sem skorar 30 til 40 stig. Þannig er það breiddin sem er að skila stigunum í hús. Galdurinn við þetta er ekkert annað en vinna og aftur vinna. Þetta er samstilltur og góður hópur með töluverða reynslu. Við tökum einn leik í einu en það er ekkert leyndarmál að stefnu að titlinum. En þetta er hörku samkeppni. KR er með topp lið, Keflavík er að stíga upp, Haukar eru með nýjan Kana og Hamar er gott lið," segir Jóhann.

Hann er að þjálfa meistaraflokk í fyrsta sinn. Hvernig finnst honum að vera í eldlínunni með stelpurnar?

,,Það er skemmtilegt. Þetta hefur gengið vel. Ég er alltaf að reka  mig á og læra eitthvað nýtt. Ég er ófeiminn að leita mér aðstoðar, bæði á mínu körfuboltaheimili og hjá þeim sem starfa í kringum þetta og hafa verið lengi í bransanum," sagði Jóhann að lokum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir