Samţykkt um hundahald

  • Fréttir
  • 12. janúar 2010

Vakin er athygli hundaeigenda á skyldum sínum samkvæmt samþykktum og leiðbeiningum um hundahald á Suðurnesjum. Þar kemur m.a. fram að hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi í fylgd aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hund inn í skóla, íþróttahús, sundstaði, barnaleikvelli, almenningsfarartæki, matvöruverslanir, fiskverkunarhús eða aðra staði þar sem matvæli eru um hönd höfð, ennfremur sjúkrahús, kirkjur, bókasöfn og aðrar opinberar
stofnanir.

Eigandi hunds verður jafnan að hafa plastpoka meðferðis þegar hundurinn er viðraður til þess að þrífa upp eftir hann. Nauðsynlegt er að þrífa alltaf upp eftir hundinn á almannafæri. Þannig kemur maður í veg fyrir að aðrir stigi í hundaskít og stuðlar jafnframt að hreinu umhverfi. Það bitnar á öllum hundaeigendum ef einn hundaeigandi þrífur ekki upp eftir hundinn sinn.

Sjá nánar á http://www.grindavik.is/dyrahald


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!