Unglingahljómsveitir á Samfés

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 12. janúar 2010

Hefð hefur verið fyrir því að að kalla eftir hljómsveitum skipuðum unglingum í 8. - 10. bekk til að spila á hinu árlega Samfés balli. Ungmennaráð Samfés er ábyrgt fyrir að velja 4 hljómsveitir til að koma fram. Nú er tími komin að áhugasamar hljómsveitir gefi sig fram og sæki um að fá að spila þann 5. mars næstkomandi.
Eftirfarandi eru skilyrði til að eiga möguleika:

• Fylla þarf út vel og vandlega þar til gert umsóknareyðublað sem er að finna á Samfésheimasíðunni http://samfes.is/displayer.asp?cat_id=125 og senda á samfes@samfes.is.
• Auk umsóknarformsins þarf að skila hljóðdæmi (upptöku) með efni hljómsveitarinnar sem notað verður þegar ungmennaráð Samfés velur hvaða hljómveitum verður boðið að spila.
o Hægt er að senda itunes hljóðfæl á samfes@samfes.is eða...
o ...skila diski með efninu á skrifstofu Samfés að;
Gerðubergi 1
111 Reykjavík
MUNA AÐ MERKJA DISKINN VEL MEÐ NAFNI HLJÓMSVEITAR, SÍMANÚMERI OG FÉLAGSMIÐSTÖÐ.
EF HLJÓÐDÆMI BERST EKKI TELST UMSÓKN EKKI GILD!

• Til að hljómsveit geti tekið þátt þarf hún að skuldbinda sig til þess að hafa tilbúið og æft 15 - 20 mínútna prógram, sem eru ca. 5 - 7 lög.
• Allir meðlimir hljómsveitarinnar þurfa að vera í 8. - 10. bekk. Engar undantekningar verða veittar!
• Samfés leggur til trommusett ( án cymbala - diska og kjuða ) tvo gítarmagnara, og einn bassamagnara. Önnur hljóðfæri verða hljómsveitirnar að verða sér út um.
Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar kl. 16.00. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þennan tíma!

Eins og fyrr segir mun ungmennaráð Samfés sjá um að velja hljómsveitirnar sem spila. Þau hlusta á innsend lög án þess að vita hvað hljómsveit heitir, hverjir eru í henni eða hvaðan hún kemur og taka ákvörðun í kjölfarið. Reynt verður að miða að því að gefa sem flestum tónlistarstefnum séns til að hafa sem mesta fjölbreytni.
Meðlimir hljómsveitanna skulu vera sér og sínum til sóma og vanda allan flutning. Textar sem fela í sér hatursáróður, kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu, jákvæða umsögn um neyslu áfengis og annarra fíkniefna gefa ástæðu til að stoppa tónlistarflutninginn umsvifalaust og meðlimum vísað að sviðinu.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir