Fjölbreytt félagsstarf eldri borgara - Bođiđ upp á tölvunámskeiđ

  • Fréttir
  • 11. janúar 2010

Félagsstarf eldri borgara í Grindavík er nú að fara í gang á nýju ári. Eftirfarandi frístundastarf verður í boði á komandi mánuðum: Almenn handavinna í Víðihlíð er nú þegar hafin og verður á eftirtöldum tímum:
- mánudögum frá kl. 09:00 - 12:00 og 13:30 - 16:00.
- þriðjudögum frá kl. 13:30 - 16:30.
Umsjón með handavinnunni hafa Þórunn Lindberg og Anna Hanna. Símanúmer í Víðihlíð er 426 8014.

Áfram verður boðið upp á tíma í almennri líkamsrækt í Orkubúinu, Hafnargötu 28, og eru þeir tímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 09:30 - 11:00. Þessir tímar hafa verið mjög vinsælir og hafa allir gott af því að hreyfa sig og auka við þol og þrek, svo ekki sé minnst á betri andlega líðan. Umsjón með þessum tímum hafa Ásdís Sigurðardóttir íþróttakennari og Laufey Sigurðardóttir, einkaþjálfari. Eru þeir sem hafa hug á því að mæta í þessa tíma beðnir um að hringja í Orkubúið í síma 426 9899 og skrá sig.
Fyrsti tími verður þriðjudaginn 12. sept.

Fyrir hádegi á miðvikudögum (09:00 - 11:45) verður boðið upp á námskeið í útskurði. Kennt verður í Kvennó og leiðbeinandi Jón Adolf Steinólfsson. Kostnaður við námskeiðið er enginn en þátttakendur greiða efniskostnað. Hægt verður að fá lánuð útskurðarjárn en kostur er að eiga slíkt.  Fyrsti tími verður 20. janúar. Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur. Tekið er við skráningu á bæjarskrifstofunni í síma 420 1100. ATH takmarkaður sætafjöldi.

Eftir hádegi á miðvikudögum (13:00 - 16:00) verður boðið upp á námskeið í mósaik. Kennt verður í Kvennó og leiðbeinandi Sigurður Knútsson. Kostnaður við námskeiðið er enginn en þátttakendur greiða efniskostnað og þurfa jafnframt að fjárfesta í verkfærum. Fyrsti tími verður 20. janúar. Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur. Tekið er við skráningu á bæjarskrifstofunni í síma 420 1100. ATH takmarkaður sætafjöldi.

Nýtt !!!! - Tölvunámskeið. Kennt verður á miðvikudögum milli kl. 15:30 - 16:30.  Kennt verður í Grunnskóla Grindavíkur og leiðbeinandi verður Kristin Mogensen. Kostnaður við námskeiðið er enginn. Kennd verða grunnatriði í tölvutækni, internetið og meðferð tölvupósts. Fyrsti tími verður 20. janúar. Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur. Tekið er við skráningu á bæjarskrifstofunni í síma 420 1100. ATH takmarkaður sætafjöldi.

Fyrir hádegi á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl. 09:00 - 12:00 verður opið í Kvennó þar sem verður hægt að fá kaffi, lesa blöð, spila billjard, pílu, borðtennis auk þess að taka í spil eða tafl, nú eða bara setið og spjallað. Einnig verður hægt að komast í tölvur og vafra um á internetinu. Fyrsti opnunardagur er 12. janúar.

Laugardagana 6. febrúar og 6. mars milli kl. 15:00 - 17:00 verður boðið upp á dans í Kvennó. Umsjón hefur Harpa Pálsdóttir danskennari. Hægt verður að kaupa kaffi og með því.

Einnig minnum við á að á fimmtudögum frá kl. 14:00 er spilað í safnaðarheimili kirkjunnar og annan miðvikudag í hverjum mánuði kl. 14:00 er spilað bingó í Víðihlíð. Einnig bendum við á að á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 er spiluð félagsvist í „Framsóknarhúsinu" Víkurbraut.
Í skoðun er að efna til hópferðar í leikhús í samvinnu við félag eldri borgara í Grindavík. Nánar um það síðar.

Bæjaryfirvöld hvetja alla eldri borgara til að nýta sér þau tilboð sem boðið er upp á og fjölmenna í félagsstarfið. Því fleiri sem mæta því öflugra verður starfið.

Allar nánari upplýsingar veitir Kristinn J. Reimarsson, frístunda- og menningarfulltrúi Grindavíkurbæjar í síma 660 7310.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!